4 Comments

  1. Saurlifi on

    Ég breyti engu við minn lífstíl og held áfram að kvarta hvað allt er ömurlegt

  2. prumpusniffari on

    Ég er í nokkuð góðri stöðu. Fjármál heimilisins eru með gott svigrúm. Ég gæti sótt mér launahækkun með því að skipta um vinnu, ef ég nenni.

    Enda held ég að verðbólga sé ekki mikið vandamál fyrir fólk eins og mig, háskólamenntaða sérfræðinga í þægilegri innivinnu í einkageiranum. Í versta falli þurfum við að neita okkur um einhvern lúxus eins og utanlandaferðir eða að fresta því að skipta um gömlu ljótu flísarnar á baðherberginu.

    Fólkið sem verðbólga er verst fyrir er fólkið sem var þegar í vondri stöðu – á lágum launum, á leigumarkaði, og með ekkert svigrúm í fjármálunum nú þegar. Ekkert óþarfa til að skera niður. Þetta er líka fólkið sem getur ekkert gert til að “verja” sig gegn verðbólgu.

    Það eina sem þú getur gert til að “verjast” verðbólgu er að hækka tekjur eða lækka útgjöld. Ef þú getur hvorugt ertu fökked.

Leave A Reply