>„Þegar ég var búin að vera á Íslandi í einhvern tíma þá sá ég að það var enginn möguleiki á að þetta myndi ganga upp hjá mér. Ég myndi þurfa að vinna eins og brjálæðingur í einhver átta ár til að geta átt möguleika á að fjárfesta í húsnæði. Leigumarkaðurinn er auðvitað bara í rugli hérna og ég var að horfa upp á fólk í kringum mig berjast við síhækkandi húsnæðislán. Ég gat bara ekki hugsað mér að enda í þeim pakka. Og þá einhvern veginn fæddist þessi hugmynd, að fá mér húsbíl!“
Hún lætur þetta hljóma eins og martröð en Vísir lætur þetta hljóma eins og draum. Að fólk sé farið að búa í bílum í stórum stíl og á iðnaðarsvæðum segir allt sem þarf um það hve alvarleg staðan er. Það er hins vegar enginn í stjórnmálum sem virðist hafa miklar áhyggjur af þessu.
1 Comment
>„Þegar ég var búin að vera á Íslandi í einhvern tíma þá sá ég að það var enginn möguleiki á að þetta myndi ganga upp hjá mér. Ég myndi þurfa að vinna eins og brjálæðingur í einhver átta ár til að geta átt möguleika á að fjárfesta í húsnæði. Leigumarkaðurinn er auðvitað bara í rugli hérna og ég var að horfa upp á fólk í kringum mig berjast við síhækkandi húsnæðislán. Ég gat bara ekki hugsað mér að enda í þeim pakka. Og þá einhvern veginn fæddist þessi hugmynd, að fá mér húsbíl!“
Hún lætur þetta hljóma eins og martröð en Vísir lætur þetta hljóma eins og draum. Að fólk sé farið að búa í bílum í stórum stíl og á iðnaðarsvæðum segir allt sem þarf um það hve alvarleg staðan er. Það er hins vegar enginn í stjórnmálum sem virðist hafa miklar áhyggjur af þessu.