La storia dell’edificio JL – una sala affari sarà un’accoglienza per i rifugiati – RÚV.is

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-03-saga-jl-hussins-vidskiptaholl-verdur-mottaka-flottafolks-423761

di birkir

1 Comment

  1. Greinin, fyrir þau ykkar sem borga ekki útvarpsgjaldið:

    # Saga JL-hússins – viðskiptahöll verður móttaka flóttafólks

    JL-húsið er samofið sögu Vesturbæjar undanfarna áratugi. Þar hafa viðskiptajöfrar spreytt sig á ýmis konar rekstri. Þar hafa nokkrir þekktustu listamenn þjóðarinnar stundað nám og þar hafa flóttamenn beðið milli vonar og ótta eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi.

    Undanfarin ár hefur ólukka verið yfir þessu reisulega húsi, eins og viðmælendur Þetta helst sögðu frá. Ólukkan skýrist meðal annars af því að húsið hefur átt marga eigendur og þróast í eins konar bútasaumsteppi undir margvíslega starfsemi.

    ## Loksins einn eigandi að húsinu

    Í vor varð breyting þar á. Þá keypti félagið H121, í eigu Gabríels Þórs Bjarnasonar, allt húsið fyrir rúmlega einn og hálfan milljarð. Hann keypti hlut Íslandsbanka, hlut Skúla Gunnars Sigfússonar sem kenndur er við Subway og þann hluta hússins sem var í eigu Myndlistarskóla Reykjavíkur. Þar með var eignarhald hússins loks á einni hendi. Endurbætur á húsinu hafa staðið yfir svo mánuðum skipti.

    Gabríel er fæddur 1989 og hefur ýmislegt bardúsað á sínum viðskiptaferli. Hann er skráður fyrir fjórum félögum, þar á meðal leigufélagi og einhvers konar starfsmannaleigu. Gabríel er líka skráður eigandi Erkiengils sem á félagið H121 sem keypti JL-húsið.

    ## Fékk dagsektir fyrir […] vanhirðu

    Erkiengill hefur áður ratað í fréttir. Fyrir tveimur árum var mynd af húsi í algjörri niðurníðslu á forsíðu Fréttablaðsins en það var einmitt í eigu Erkiengils. Félagið hafði keypt húsið við Óðinsgötu í Reykjavík í slæmu ástandi á nauðungarsölu. Kviknað hafði í húsinu nokkrum árum áður og þar hafði hústökufólk haldið til. Eftir að Erkiengill, með Gabríel Þór Bjarnason í fararbroddi, eignaðist húsið við Óðinsgötu hélt það áfram að drabbast niður og sætti fyrirtækið háum dagsektum frá Reykjavíkurborg fyrir.

    Gabríel var ekki tilbúinn í viðtal um áform hans í JL-húsinu þegar Þetta helst leitaði eftir því. Hann sagði að honum hefði verið bent á að vísa öllum fyrirspurnum fjölmiðla til Vinnumálastofnunar.

    ## Lögbann á að hýsa flóttafólk

    Á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg leigt hluta JL-hússins fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Fólkið var þar á vegum Vinnumálastofnunar sem ber ábyrgð á fólki þar til það hefur fengið svar við umsókn sinni um vernd. Fólkið í JL-húsinu var flest frá Venesúela og vakti athygli í hverfinu fyrir að tína dósir.

    En vera þeirra í húsinu var ekki öllum að skapi. Skúli Gunnar Sigfússon sem kenndur er við Subway, fékk í fyrra samþykkta lögbannsbeiðni hjá sýslumanni í Reykjavík um að húsið yrði ekki nýtt sem heimili fyrir flóttafólk.

    Skúli segist hafa séð í hvað stefndi í húsinu og ákvað því að selja Gabríel það á slikk í vor. Í samningum um viðskiptin var lögbannið fellt úr gildi. Í þættinum Þetta helst lýsti Skúli því þannig að hann hafi ekki getað leigt út sinn hluta hússins á meðan flóttafólkið var í því.

    ## Myndlistarskólinn við Rauðarárstíg

    Í þættinum sagði Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistarskóla Reykjavíkur, frá sinni upplifun af húsinu og hvað réði því að skólinn ákvað að leita annað. Hún segir einn helsta vanda JL-hússins vera að hæðirnar séu ekki nógu vel tengdar saman með stigahúsum og það skemmi flæðið um húsið. Hún hafi því talið farsælast að einn og sami aðilinn eignaðist húsið svo hægt væri að gera við galla þess.

    Þetta helst fylgdi Áslaugu þegar hún skilaði lyklunum að JL-húsinu. Myndlistarskóli Reykjavíkur hefur fest kaup á húsnæði við Rauðarárstíg við Hlemm og hefur hafið starfsemi sína þar.

Leave A Reply