>Það væri fróðlegt að fá birtan lista yfir þá spekinga sem sátu í nefnd þeirri sem skiluðu skýrslu til innviðaráðherra (hvílíkt nafn!) varðandi hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni í dag. Ráðherra telur „að það séu óverulegar líkur á því að þetta svæði nákvæmlega, þetta mögulega flugvallarstæði í Hvassahrauni, yrði fyrir áhrifum af hraunrennsli“. Þarna er djarft spilað og gengið út á ystu mörk skynseminnar.
Haraldur heldur áfram við mbl.is:
>„Hvers vegna heitir það Hvassahraun? Vegna þess að það er svo hvassbrýnt, það er svo gróft og það er svo ungt. Í öðru lagi: Þar sem vellur út hraun, þar eru miklar líkur á að komi annað og enn þá yngra hraun ofan á í framtíðinni,“ segir prófessorinn.
Í þriðja lagi bendir hann á að Reykjanesskaginn sé allur að vakna, allt frá Hengli og út að Reykjanesvita, þar á meðal Krýsuvíkursvæðið sem næst sé Hvassahrauni.
>„Þar að auki eru áhrif frá þeirri sprungu sem nú er í gangi hvað snertir hraun sem rennur í norður, þetta er vandræðasvæði hvernig sem á það er litið,“ segir Haraldur og beinir sjónum sínum að starfshópnum sem vann skýrslu um flugvallargerð á svæðinu.
>„Það er ekki einn einasti sérfræðingur í hópnum. Það eru einhverjir skipulagsmenn og svo er hitt valið pólitískt af sveitarfélögunum, það er furðulegt og ég er hissa á að ráðherra hafi skipað þetta, eða hver sem gerði það, og hissa á að ráðherra taki þessu fagnandi, af því að þetta líti svo vel út. Ég lít svo á að þetta sé afleitt,“
1 Comment
Úr greininni:
>Það væri fróðlegt að fá birtan lista yfir þá spekinga sem sátu í nefnd þeirri sem skiluðu skýrslu til innviðaráðherra (hvílíkt nafn!) varðandi hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni í dag. Ráðherra telur „að það séu óverulegar líkur á því að þetta svæði nákvæmlega, þetta mögulega flugvallarstæði í Hvassahrauni, yrði fyrir áhrifum af hraunrennsli“. Þarna er djarft spilað og gengið út á ystu mörk skynseminnar.
Haraldur heldur áfram við mbl.is:
>„Hvers vegna heitir það Hvassahraun? Vegna þess að það er svo hvassbrýnt, það er svo gróft og það er svo ungt. Í öðru lagi: Þar sem vellur út hraun, þar eru miklar líkur á að komi annað og enn þá yngra hraun ofan á í framtíðinni,“ segir prófessorinn.
Í þriðja lagi bendir hann á að Reykjanesskaginn sé allur að vakna, allt frá Hengli og út að Reykjanesvita, þar á meðal Krýsuvíkursvæðið sem næst sé Hvassahrauni.
>„Þar að auki eru áhrif frá þeirri sprungu sem nú er í gangi hvað snertir hraun sem rennur í norður, þetta er vandræðasvæði hvernig sem á það er litið,“ segir Haraldur og beinir sjónum sínum að starfshópnum sem vann skýrslu um flugvallargerð á svæðinu.
>„Það er ekki einn einasti sérfræðingur í hópnum. Það eru einhverjir skipulagsmenn og svo er hitt valið pólitískt af sveitarfélögunum, það er furðulegt og ég er hissa á að ráðherra hafi skipað þetta, eða hver sem gerði það, og hissa á að ráðherra taki þessu fagnandi, af því að þetta líti svo vel út. Ég lít svo á að þetta sé afleitt,“
segir Haraldur ákveðinn.