>Víða er fundað vegna ástandsins og enn er verið að meta betur áhrif sambandsleysisins. Sjúkrahúsið á Akureyri, Neyðarlínan og fleiri eru meðal þeirra sem funda nú um framhaldið. Lögreglan á Norðurlandi eystra reyndi að hafa samskipti í gegnum Tetra-kerfið en án árangurs.
>Þó um tuttugu mínútur hljómi eins og skammur tími fyrir flesta, þá segir Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri að þar hafi tíminn eins og staðið í stað. Þau voru án allra fjarskipta í sautján mínútur og forstjórinn segir þau hafa óttast mjög að einhver í neyð næði ekki sambandi.
>„Við urðum bara óttaslegin. Við byggjum öll okkar kerfi á þessu og nú verður skoðað hvað fór úrskeiðis“, segir Hildigunnur.
>Forsvarsmenn neyðarlínunnar, sem reka tetra-kerfið, líta bilunina mjög alvarlegum augum og segja mikilvægt að málið verði kannað til hlítar.
1 Comment
>Víða er fundað vegna ástandsins og enn er verið að meta betur áhrif sambandsleysisins. Sjúkrahúsið á Akureyri, Neyðarlínan og fleiri eru meðal þeirra sem funda nú um framhaldið. Lögreglan á Norðurlandi eystra reyndi að hafa samskipti í gegnum Tetra-kerfið en án árangurs.
>Þó um tuttugu mínútur hljómi eins og skammur tími fyrir flesta, þá segir Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri að þar hafi tíminn eins og staðið í stað. Þau voru án allra fjarskipta í sautján mínútur og forstjórinn segir þau hafa óttast mjög að einhver í neyð næði ekki sambandi.
>„Við urðum bara óttaslegin. Við byggjum öll okkar kerfi á þessu og nú verður skoðað hvað fór úrskeiðis“, segir Hildigunnur.
>Forsvarsmenn neyðarlínunnar, sem reka tetra-kerfið, líta bilunina mjög alvarlegum augum og segja mikilvægt að málið verði kannað til hlítar.