Qual è il vero motivo dell’isolamento della Striscia di Gaza? – Indicatore

https://www.visir.is/g/2019190539938/hver-er-hin-raunverulega-astaeda-fyrir-einangrun-gazasvaedisins-

di StefanOrvarSigmundss

3 Comments

  1. StefanOrvarSigmundss on

    >Í grunninn hafa egypsk yfirvöld sömu ástæður og ísraelsk yfirvöld fyrir afstöðu sinni gagnvart Gazasvæðinu. Með tímanum – sérstaklega eftir yfirtöku Hamas – og af ástæðum sem eru bæði sögulega flóknar og sorglegar, hefur ríkjandi hugmyndafræði og birtingarmyndir hennar valdið einangruninni á Gaza. Frá stofnun Hamas-samtakanna árið 1987 hafa þau opinberlega byggt stefnu sína á trúaröfgum, Gyðingaandúð og ofbeldi (til dæmis lofsömun píslarvættisdauða). Frá kosningasigri þeirra í byrjun ársins 2006 hafa samtökin einungis herst í afstöðu sinni. Það væri einfaldlega of mikil áhætta fólgin í opnun landamæranna og afléttingu flutningshaftanna til að réttlæta þær aðgerðir, bæði fyrir Egypta og Ísraelsmenn. Myndu önnur lönd í sömu stöðu bregðast við á annan hátt?

    Þessi pistill reifar á sögunni hvað varðar Gaza en það vantar mikilvægt samhengi í yfirferðina. Þegar við spyrjum okkur um það hvort önnur ríki í sömu stöðu myndu bregðast við á annan hátt erum við að gera ráð fyrir því að þessi ríki séu á 20. og 21. öldinni að taka landsvæði af annarri þjóð, sem er í raun óhugsandi fyrir Vestræn lýðræðisríki. Það að síonistar komi sér fyrir á stað þar sem þeir eru í miklum minnihluta og hefja þjóðernishreinsanir til að skapa sér ríki á löndum annarra er ekki umhugsunarvert eða álitamál eða eitthvað sem getur skýrt heift margra Palestínumanna að matri sumra Vesturlandabúa. Upphafspunkturinn í pistlinum er að Egyptar bera ábyrgð á því að Gaza sé til, ekki að hundruðir þúsunda þurftu að flýja dauðasveitir hingað og þangað. Ef Gaza væri ekki til, hefði fólkið sem býr þar nú og þeir sem flúðu þangað horfið af yfirborði jarðar eða er sjálfsagt að þeir væru annars staðar, til dæmis á Vesturbakkanum eða ríkisfangslausir á vergangi?

    Ég ímynda mér að það sé of óþægilegt að fjalla um hryllinginn sem átti sér stað þegar dauðasveitir síonista, sem síðar komu saman til að mynda Ísraelsher, fóru á milli bæja og drápu ýmist karlmenn eða alla sem á þeirra veg urðu, eftir því hvernig stemmdir menn voru. Það samhengi sögunnar setur pistlahöfundur undir hið *sögulega flókna og sorglega* og þarf ekki að ræða það neitt frekar. Hamas var ekki stofnað fyrr en löngu eftir að síonistar höfðu þjóðernishreinsað meginhluta Palestínu og gert úr því Ísraelsríki. Samt leggur pistlahöfundur áherslu á ódæði Hamas sem svo í raun yfirfærast á Palestínumenn eða Gazabúa hið minnsta. Ísraelsríki er með beinum og óbeinum hætti í stöðugri landtöku á Vesturbakkanum og drepur hundruði reglulegar þar sem Hamas fer ekki með stjórn. Samt eru öll voðaverk Ísraelsmanna álitin ótengdir og samhengislausir atburðir sem ekki er hægt að draga neinar ályktanir um eða lærdóm af og segja okkur ekkert um siðferðilegt eðli Ísraelsmanna eða Ísraelsher. Fjöldamorðingjum er fagnað sem þjóðhetjum Ísraels sem, miðað við opinber kort stjórnvalda þar í landi, gerir tilkall til allrar Palestínu. Þegar mótmælendur kveða „frá ánni til sjávar“ eru þeir hins vegar að leggja hryðjuverkamönnum og samtökum þeirra lið. Einhvern veginn virkar þetta bara í eina átt.

  2. ScunthorpePenistone on

    Ó þá er alveg fullkomlega réttlætanlegt að myrða tugi þúsunda, brenna sjúklinga lifandi, og taka börn af lífi.

    Takk Finnur nú sé ég að fjöldamorð eru góð fyrst þú skrifar grein um það og vitnar í fokking Reuters eins og það sé fræðileg heimild.

  3. ormr_inn_langi on

    Þessi Finnur er löngu búinn að missa þráðinn og orðinn helsti talsmaður mannréttindabrota á Íslandi.

Leave A Reply